RSS

Styttist í formlega “opnun” nano! — nano

Nú er allt að verða klárt fyrir opnun nano sem er líklega minnsti brewpöbb veraldar. Það er samt nóg eftir að gera. Er einhver á barstóla, helst úr við sem hann vill losna við eða selja mér fyrir lítinn pening þá má endilega láta mig vita! Stefni á að opna formlega þarnæstu helgi, þá […]

via Styttist í formlega “opnun” nano! — nano

Auglýsingar
 
Skrá ummæli

Höfundur: á 18.8.2016 in Bjórinn

 

Punk Wanna B kemur vel út — nano

Ég gerði enn eina uppskriftina úr BrewDog bókinni um daginn, Punk IPA klón. Gertími var rétt um 11 dagar og svo henti ég honum á kút og þurrhumlaði í kútnum á meðan ég fór erlendis í 12 daga. Útkoman er flott og má nú smakka Punk Wanna B á krana á Nano hjá mér. Reyndar […]

via Punk Wanna B kemur vel út — nano

 
Skrá ummæli

Höfundur: á 3.8.2016 in Bjórinn

 
Mynd

Rauðölið klárt!

Rauðölið er tilbúið…sama kornprófíll og í 5 AM frá BrewDog en svo bara mosaic og simcoe humlar.  Þetta er að koma nokkuð vel út en ég hefði viljað aðeins meiri rist.
20160501_183717

 
Skrá ummæli

Höfundur: á 1.5.2016 in Bjórinn

 

Endurvakning!

13006719_10154229006594274_8631192591145616501_nJæja, kominn tímí á að gera eitthvað.  Reyndar hef ég gert nokkrar uppskriftir á þessu ári en gaman er að vekja þessa síðu aðeins.  Ég skelltí í gær í amerískt rauðöl þar sem ég hafði BrewDog 5 AM saint að leiðarljósi.  Reyndar nota ég allt aðra humla og miklu meira en í uppskrift.  Sjáum hvernig þetta fer.

 
Skrá ummæli

Höfundur: á 22.4.2016 in Bjórinn

 

Merki: , ,

Jólahvað……first rule of medicine, do no harm!

14thSantaÞað verður bara að segjast, ég guggnaði.  Já ég ætlaði að skella mandarínu og appelsínukjöti í jólabjórinn í gær en hætti við.  Ég smakkaði nefnilega bjórinn og hann var svo helvíti góður að ég þorði ekki að eiga það á hættu að skemma hann með einhverjum tilfæringum.  Þetta er orðið helvíti magnaður DIPA skal ég segja ykkur.  Humlaður í drasl eins og sagt er og um 8.6%. Ég er kannski svona mikið undir áhrifum læknisfræðinnar þar sem stimplað er inn í hausinn á manni að við eigum ekki að gera neinn skaða, ekki gera ástandið verra en það er.
Ég finn nú lítið greni í honum þessum en ég sauð samt slatta af furunálum síðustu 5 mín.  Svona lærir maður, hefði þurft mun meira.  Ég er þó alveg sáttur, það er samt jólatré í honum og hann var bruggaður undir jólatónlist.  Nú er hann svo kominn á kút og ég held barasta að maður geti farið að fikta í honum um helgina.  Hvur veit nema maður bjóði uppá kranabjór ef einhver droppar inn.

 
Skrá ummæli

Höfundur: á 23.10.2014 in Bjórinn

 

Jólafokk?

imageDjöfull, stundum fer bara allt í fokk sem er frekar pirrandi þegar sjálf jólin eru í húfi. Já ég var eins og sumir hafa kannski tekið eftir að brugga jólabjórinn í fyrradag. Jólalögin á „fóninum“ og gríðarleg stemning.  Ég fór meira að segja í skógarferð um morguninn í kulda og gaddi og klippti nokkrar furugreinar.  Það var alveg mögnuð lykt af þessum greinum, appelsínukeimur og greni.  Smellpassaði við hugmynd mína af jólabjórnum þetta árið.  Grunnbjórinn sá stærsti sem 3G hefur gert, imperial IPA, Pliny The Elder klónn takk fyrir.  Bjór sem ég hafði reyndar smakkað hjá Brew.is fyrir rúmum tveim árum. Gríðarlega góður.  Nóg um það, tónlistin var komin í gang, Baggalútur og allt og allt gekk vel til að byrja með.  Svo fór ég að taka eftir því við meskingu að hitamælirinn var flakkandi upp og niður um heila gráðu og í raun ekkert samræmi við mælinn og svo hitann sem ég mældi með gamla góða rassmælinum í sjálfum korngrautnum.  Allt í steik.  Hrafnkell leit við og um leið krassaði hitastýringin alveg.  Þetta endaði með næstum 2 klst meskingu við heldur lægri hita en hefði átt að vera.  Suðan gekk hins vegar vel þar sem ég fékk nýja græju hjá Kela.  En svo dundu ósköpin yfir undir lok suðunnar.  Krísa á heimilinu kallaði á bráða athygli mína og því gleymdist t.d að skella litlum 500g af sykri í lok suðu.  Humlarnir sem áttu að fara í við flame out gleymdust líka. Ég reyndi að bjarga þessu með að sjóða sykur í vatni, það var reyndar ekki til nægur sykur þannig að um 150g fóru í þetta á formi púðursykurs.  Þetta sykursoð setti ég svo út í gertunnuna.  Loks skellti ég humlunum út í sem áttu að fara í alveg í lok suðu og svo fór gerið í.  OG 1074 sem er eiginlega of lágt.  Bjórinn bragðaðist samt frábærlega á þessu stigi.  Nú er bara að vona að þetta fari á góðan veg en oft verða frábærir hlutir til fyrir slysni, sjáið t.d. penicillinið!  Næsta skref er svo að henda í þetta mandarínukjöti og kannski einiberjum ef ég finn þau.

 
Skrá ummæli

Höfundur: á 16.10.2014 in Bjórinn

 

Zombie Dust klónninn, sá besti hingað til? Hann stóðst Haukaprófið!

image

Ég er enn að prófa mig áfram með fyrsta bjórinn minn á kút.  Tvíka til kolsýrunni og þannig og auðvitað smakka hann til reglulega og oft…þannig er það bara, vísindi krefjast fórna.  Þó ég sé líklega minn eiginn versti dómari, gríðarlega kröfuharður á allt sem ég geri sjálfur þá er maður líklega samt alltaf aðeins hlutdrægur.  Hingað til hafa komið ágætis bjórar úr brugghúsinu okkar, ekki misskilja mig, þetta eru fínir bjórar en bara ekki nógu fínir.  Flestir vinir 3G bruggtilrauna hafa smakkað eitthvað af þessu hjá okkur og verið ofsalega ánægðir.  Það eru vissulega kærkomnir dómar en við vitum samt að þessi hópur myndi ekki kúka yfir bjórinn okkar….þeir eru bara of góðar sálir til þess.  Mig langaði því að sjá hvort þessi bjór minn, Zombie Dust klónn stæðist kröfur einhvers sem ekki myndi skafa ofan af því fyrir okkur og hver er betri til þess fallinn en Haukur Heiðar Leifsson, bjórperrinn með stóru orðin? Já ég fékk kauða í hús í gær og gaf honum að smakka og viti menn, hann var bara nokkuð sáttur. Já þetta mega teljast nokkuð góð tíðindi bara, maður er loksins farinn að gera eitthvað rétt.  Hvað gæti það verið? Ég held svei mér þá að hér sé það bara kúturinn að tala….bjórinn er bara svona miklu betri af kút.  Já gaman að þessu….við verðum að sjá hvað gerist næst.  Þorir maður að láta Haukinn smakka sveitabjórinn?

 
Skrá ummæli

Höfundur: á 11.10.2014 in Bjórinn